STROXX snjalllæsingar með XLOCK hugbúnaði
Skrifað 9. desember 2024
Fyrir skömmu hófum við innflutning og sölu á rafrænum aðgangsstýringum frá STROXX þar sem í boði er ýmisskonar búnaður til opnunar á hurðum, hengilásum, skápum og öðru með STROXX ST snjalllausnum. Þessi búnaður er í örri þróun og margar viðbætur að koma á næstunni.
Hugbúnaður
XLOCK hugbúnaðurinn sem stjórnar lausninni er hannaður í Austurríki og hýstur í Sviss, sem má telja að sé mæikvarði á gæði og traust. Margar svona aðgangsstýringar eru keyra á hugbúnaði eru hýstar á minna öruggum svæðum í Asíu og má því leiða líkum að því að þær lausnir séu minna öruggar. Hýsing í Evrópu þýðir að persónuverndarlög Evrópusambandsins tryggir réttindi notenda vegna persónuupplýsinga. Appið sem notað er til að stilla aðganga, aðgangstíma og annað er frítt og notkun er án gjalda. Það er því enginn leyndur framtíðarkostnaður. Allar opnanir og tilraunir til opnana eru skráðar og hægt að fletta upp síðar.
Hurðahúnasett
Í upphafi var boðið upp á snjallhurðahúnasett en þau sett passa á hurðir sem eru annað hvort með skandinavísku láshúsi (ASSA) eða evrópsku DIN láshúsi (EURO). Þessi sett eru til bæði í svörtum lit og með burstaðri stáláferð. Mjög auðvelt er að koma þessum settum fyrir á hurð í stað gömlu hurðahúnana eða á nýjar hurðir. Settin eru tengd XLOCK appinu og það er svo hægt að stýra hverjir hafa aðgang og tímasetja aðganginn ef svo ber undir. Þegar snjallhúnarnir eru læstir þá virkar innri húnninn hefðbundið og því alltaf hægt að opna að inna. Ytri húnninn virkar ekki ef það er læst en er virkur þegar er ólæst. Hægt er að stilla að þegar er opnað þá er bara opið í stutta tíma (frá 5 sek) og svo læsist hurðin strax aftur þegar búið er að ganga um hana. Það er líka hægt að stilla hana að hún sé opin þar til henni er læst aftur með appi eða lyklaborði. Að auki er líka hægt að stilla hana t.d. fyrir fyrirtæki að hún opnast þegar fyrsti starfsmaður mætir og opnar hana og hún er svo opin þar til á ákveðnum tíma dags að hún læsist sjálfkrafa. T.d. mætir fyrsti starfsmaður kl. 08:55 og opnar hurðina og hún er svo stillt á læsingu kl. 17 og læsist þá sjálfkrafa. Það er þá enginn hætta að það sé sjálfvirk opnun að morgni hátíðardags eða þegar fyrirtækið er ekki opið. Hurðahúnasettin virka líka fyrir hurðir með 3ja punkta læsingum. Hægt er að virkja þessi hurðahúnasett með appi í síma (bluetooth), með PIN kóða á talnaborði, með flögu eða korti (Mifare RF ID), fjarstýringu eða með tengipunkti stýrt í gegnum interneti.
Opnunarmöguleikar
Til að opna STROXX hurðahúnasettin, hengilásana, skápalásana eða aðrar snjalllausnir frá STROXX er hægt að nota nokkrar aðferðir:
- Bluetooth opnun, getur verið bæði frá síma notanda þar sem hann opnar XLOCK appið og opnar læsinguna með appinu. Eða ef hann er ekki nærri læsingunni en hún er tengd við internet tengipunkt þá er hægt að opna með appi hvaðan sem er svo lengi sem síminn sé einnig í netsambandi.
- Megnið af búnaðinum er hægt að stilla þannig að hann opni þegar aðgangsflaga með réttum kennimerkjum (eða kort) er lagt upp að lesara á búnaðinum.
- Í sumum tilfellum eins og t.d. á hurðahúnasettinu er talnaborð sem býður þá upp á að læsing sé opnuð með PIN kóða.
- Hurðahúnasettin og fleiri læsingar bjóða líka upp á að opna með fingrafari notenda.
- Öryggisopnun á t.d. hurðahúnasettum er mekanískur lykill en hann er þá bara notaður í þeim til fellum sem læsing verður rafmagnslaus en það má reikna með að rafhlöður í húnasetti sem er á hurð með venjulegum opnanafjölda endist í eitt ár.
Tengipunktar (gateway) fyrir internettengingu
Til að tengja læsingar við internetið til að eiga möguleika að fjarstýra opnunum og stilla í gegnum netið, þá þarf að setja upp tengipunkt/tengipunkta. Tengipunkturinn (gateway) tengist netkerfi húss með annað hvort wifi eða beintengdir við router með ehternet tengingu. Tengipunkturinn þarf að vera í bluetoothdrægnifæri við læsinguna þar sem samskipti milli tengipunkts og læsingar fer fram í gegnum bluetooth. Hver tengipunktur getur stjórnað fjölda læsinga en þær verða þá allar að vera innan drægnifjarlægðar tengipunktsins. VIð bjóðum upp á tvær gerðir tengipunkta þar sem annar er einfaldaðir og getur bara tengst neti hússins með wifi, og þarf sérstaka straumfæðingu með USB sem getur þá annað hvort verið tenging við tölvu eða annað tæki sem er með USB tengi með straumfæðingu eða þá að þarf að nota hleðslutæki og USB snúru (fylgir) til að straumfæða tengipunktinn. Hin gerðin býður upp á wifi og ethernet tenging og bæði hægt að straumfæða í gegnum USB-C eða í gegum POE straumfæðingu í gegnum ethernet. Þriðja gerðin er tengipunktur með GSM einingu sem hægt erað nota þar sem ekki er fyrir internetkerfi og því vinnur þessi tengipunktur á 4G gagnakerfi og þarf SIM kort og tækjaáskrift.
Næstu nýjungar í STROXX ST línunni eru t.d:
- Lófa- og andlitsskannar – Opnunarmöguleikar aukast með því að setja upp lófa- og andlitsskanna við hurðir. Lófaskanninn les lófafar og myndavél skannans les andlit og gefur merki til snjallhúnasetts svo að dæmi sé tekið. Skanninn er einnig með lesara fyrir aðgangsflögur og kort ásamt því að hægt er að tengjast honum með appi og bluetooth. Skanninn getur geymt opnunarupplýsingar fyrir 1.000 kort og flögur, 100 andlit og 200 lófaför. Skanninn er IP67 raka- og rykþéttur.
- OVAL ST-10 (ASSA) sylinder – Oval ST-10 sylinder fyrir skandinavísk láshús. Sylinderinn er stakur og með sneril að utanverðu og passar alls staðar þar sem hefðbundinn oval sylinder er notaður. Snerillinn virkar ekki fyrr en hann er aflæstur og þá er hægt að nota hann til að snúa láshúsinu og opna læsingu. . Hægt að aflæsa með Bluetooth (sími+app eða tengipunktur (gateway)) eða með korti eða flögu (mifare). ST-10 oval syinder er IP68 raka- og rykþéttur.
- EURO ST-14 hálfsylinder (40,5mm) – Hálfir EURO sylindrar eru oft notaði í hengilása, léttar hurðir, bílskúrshurðir, hlið og víðar þar sem notuð eru evrópsk (EURO/PZ) láshús. STROXX ST-14 hálfsylindrarnir eru með snerli að utanverðu sem er óvirkur þegar sylinderinn er læstur en verður virkur þegar búið er að aflæsa. Hægt að aflæsa með Bluetooth (sími+app eða tengipunktur (gateway)) eða með korti eða flögu (mifare). ST-14 hálfsylinder er IP68 raka- og rykþéttur.
- EURO ST-12 sylinder (32,5+32,5mm) – EURO sylindrar eru oftast notað í yfirfelldar innihurðir eða álhurðir þar sem eru evrópsk láshús (EURO/PZ). STROXX ST-12 EURO sylindrarnir eru með snerli að utanverðu og innanverðu. Sá að utanverðu er óvirkur þegar sylinderinn er læstur en verður virkur þegar búið er að aflæsa. Sá að innanverðu er alltaf virkur. Hægt að aflæsa með Bluetooth (sími+app eða tengipunktur (gateway)) eða með korti eða flögu (mifare). ST-12 EURO sylinder er IP68 raka- og rykþéttur.
- Hengilás ST-13 – Hengilás með snjallsylinder sem aflæsist með með Bluetooth (sími+app eða tengipunktur (gateway)) eða með korti eða flögu (mifare). ST-13 hengilásinn er IP68 raka- og rykþéttur. Stærð: 50 x 55,4 x 38,6 mm. Gerður úr messing.
- Rafrænn skápalæsing – Skápa- eða skúffulæsing sem hægt er að opna með appi, aðgangsflögu eða kort. Einfalt að stjórna aðgengi með appi. Ef tengd við tengipunkt (gateway) er hægt að sjá stöðu rafhlaða (4 x AAA). Rafhlöður endast allt að 10.000 opnanir.
- Rafrænt lyklabox – Nú er búið að uppfæra hið hefðbundna lyklabox sem er notað svo víða þar sem margir þurfa að fá lykil í hönd, svo sem við sumarhús ,leiguíbúðir eða víðar. Boxið festist á vegg eða notaður láskengur sem fylgir. Hægt er að opna boxið með appi (bluetooth), fingrafari, PIN númeri á talnaborð, aðgangsflögu eða korti. Notar 4 x AAA rafhlöður en til öryggis ef boxið verður rafmagnslaust er hægt að opna með neyðarlykli eða tengja rafhleðslu með USB-C (tölvu, sími eða hleðslutæki) og opna meðan er tengt. Virkar í hitastigi frá -20°C til 70°C. IP65 ryk- og rakahelt.
- Lesari/skrifari fyrir kort og aðgangsflögur – Með XLOCK vefumhverfinu er hægt að lesa og skrifa á aðgangskort og aðgangsflögur með STROXX Smartlock lesara/skrifaranum tengdum við tölvu.
Ekki hika við að hafa samband til að fá frekari upplýsingar um STROXX ST lausnir sem eru í boði eða eru væntalegar. Við bjóðum upp á uppsetningu að auki.