Lýsing
Öflugur hnífur fyrir veiðimenn
Randy Newberg DTS vasahnífurinn er hannaður út frá áratuga reynslu af veiðimennsku. Hann er fyrst og fremst gerður til að auðvelda frágang á veiðibráð á veiðislóð. Búin tveimur mismunadi blöðum, sem eru annars vegar stutt tennt blað til að skera í gegnum sinar, opna liðamót og nota í aðra grófa vinnu til að spara aðalblaðið. Og svo hinsvegar öflugt slétt eggjað hnífsblað sem hentar frábærlega í kjötskurð. Vel lagað skefti með góðu gripi svo hægt sé að víxla hnífnum í hendi eftir því hvort blaðið er verið að nota. Opið á milli skeftisskelja svo auðvelt sé að þrífa hnífinn eftir notkun.
- Heildarlengd: 226 mm
- Þyngd: 187 gr.
- Egg blaðs: Slétt
- Lögun blaðs: Drop point (1)
- Efni blaðs: 440C
- Læsing: Pinnalæsing í skefti (3)
- Sérlega sterkt tennt blað til að ná í sundur sterkum sinum sem liggja á erfiðum stöðum við liðamót og sparar þar með bitið í aðalblaði.
- Endurskinsfletir á skefti til að auðvelt sé að finna hníf í rökkri eða myrkri með höfuð- eða vasaljósi
- Skefti hnífsins er byggt útfrá tveimur stálplötum sem liggja sitthvoru megin hnífsblaða og því auðvelt að þrífa hnífinn efitr notkun.
- Nylonhulstur með beltafestingu
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1052460 | Randy Newberg DTS vasahnífur | 013658161245 | 3 |
Randy Newberg er veiðimaður, náttúruverndarsinni og baráttumaður fyrir aðgang að þjóðlendum í Ameríku. Með áratuga reynslu af veiði margra tegunda veiðibráðar og þekkingu á landinu, hefur Randy áunnið sér að vera einn helsti talsmaður veiðimanna. Með vinnu sinni með Gerber hefur hann deilt einstakri reynslu sinni og hugmyndum sem birtast í áhöldum sem bera nafnið hans.
Árið 2017 hófu Randy Newberg og Gerber samstarf um þá hugmynd að búa til hníf með þann tilgang að ganga frá veiðibráð á veiðislóð á sem bestan og einfaldastan hátt. Randy fylgdi öllu hönnunarferlinu frá teikningu til 3D prentunar, til frumgerðar að endalegu áhaldi og lagði til hugmyndir byggðar á sinni reynslu.
“It’s been so rewarding working with Gerber through the years,” said Randy Newberg. “I’ve hunted alongside the Gerber team and developed product alongside them. I hope the EBS and DTS tools provide other hunters with solutions to the same problems we faced in the field.”