Lýsing
Léttur og meðfærilegur plöntustafur
- Með Xact plöntustafnum er hægt að planta laukum og smáum plöntum án þess að beygja sig eða krjúpa.
- Með stafnum er hægt að gera holu fyrir laukinn, koma honum fyrir og svo hylja yfir með jarðvegi í nokkrum einföldum aðgerðum.
- Endingargott skaftið úr léttu áli er með blaði á endanum og með því að stíga á ástigið er hola gerð á einfaldan hátt.
- Læsibúnaður á ástiginu heldur blaðinu opnu og notandi getur þá sett lauk eða plöntu ofan í skaftið þannig að laukurinn/plantan renni ofan í holuna sem gerð var emð skaftinu
- Skaftið er síðan togað upp úr jarðveginum og jarðvegur lagaður með fæti
- Hægt er að planta laukum og plöntum sem eru all að 50mm í þvermál
- Stafurinn getur plantað allt að 150mm niður í jarðveg
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Lengd | Fj. í pk. |
---|---|---|---|---|
ZL-1057077 | Plöntustafur Xact | 6411501311320 | 1.050 mm | 4 |
Fiskars Xact™ garðverkfærin eru gríðarsterk en létt garðverkfæri sem eru framleidd til að endast lengi og þola mikla notkun, hvort sem er í höndum atvinnumanna eða áhugamanna um garðyrkju. Verkfærin eru framleidd úr endingargóðum efnum svo sem hertu áli, hertu og ryðfríu stáli og handföng í flestum tilfellum með notendavænu plasthaldi með SoftGrip™ stömu gripyfirborði.