MUL-T-LOCK logo

MUL-T-LOCK® MTL™400

lyklakerfi fyrir heimili og fyrirtæki

MTL™400 er ein af nýjustu afurðum MUL-T-LOCK® í mekanískum lyklakerfum. Þetta kerfi er byggt á eldra kerfi sem ber nafnið Classic en með nýjungum sem gerir MTL™400 kerfið öruggara en forvera þess. MTL™400 hentar vel fyrir heimili, fjölbýlishús og fyrirtæki. Þetta kerfi er með einkaleyfavarinni hönnun sem þýðir að enginn annar framleiðandi má útbúa t.d. lykilefni sem passar þessu kerfi. Einungis viðurkenndir aðilar mega smíða þessi kerfi og lykla fyrir þau, en það eykur mjög öryggi kerfanna og þess þeim þau verja.

Mörg einkaheimili þurfa ekki flókin lyklakerfi, en þess í stað þurfa þau hugsanlega nokkra lykla og tvær eða fleiri læsingar fyrir sömu gerð ef lykli. Útidyrahurð, bílskúr og hugsanlega fleiri hurðir eða hengilásar sem nota þarf við heimili geta verið fyrir sama lykilinn. Í einföldustu mynd er hægt að fá læsingu ásamt 3 lyklum og öryggiskort fyrir heimili. Handhafi öryggiskortsins getur síðan látið smíða fleiri lykla eða læsingar samkvæmt uppskrift sem kemur fram á kortinu.

Í fjölbýlishúsum eða fyrirtækjum getur hins vegar þurft að skipleggja og reikna út lyklakerfi þar sem að hver lykilgerð hefur ákveðið hlutverk í heildarmyndinni. Lykill fyrir ákveðna íbúð í fjölbýlishúsi má að sjálfsögðu ekki ganga að annarri íbúð, en þarf enga að síður að passa fyrir geymslu og hugsanlega póstkassa viðkomandi íbúðar. En á sama tíma þarf lykillinn að ganga að öllum sameiginlegum svæðum stigagangs í fjölbýlishúsi, og jafnvel sameiginlegum svæðum hússins í heild sinni vegna bílageymslu eða annarra sameiginlegra svæða margra stigaganga. Þetta er einfalt að gera með reikniforriti MUL-T-LOCK™ og starfsmenn okkar smíða kerfi út frá slíkum útreikningi.

Mörg byggingarfyrirtæki skila sínum fjölbýlishúsum í dag með slíkum kerfum, íbúum til mikilla þæginda.

MTL™400 bæklingur

Hér að neðan er að finna nokkur dæmi um læsingar sem hægt er að fá fyrir MTL™400 kerfið og því hægt að búa til heilstæða lausn fyrir margar gerðir af læsingum, til að mæta kröfum heimila og vinnustaða.