Lýsing
Ómissandi áhald við veiðina
Vertu viðbúinn því óvænta. Með Magniplier tönginni hefurðu möguleika á að ná frábæru gripi við þrengstu aðstæður. Lögun handfanga og afstaða tangarkjafts er höfð þannig að hendi skyggir ekki frá sjónarhorni notandans á það sem verið er að taka utan um. Læsing til að halda töng saman er stýrt með þumli og frábært hulstur ver áhaldið hnjaski þegar það er ekki í notkun.
- Skiptanlegir gripfletir í tangarkjafti.
- Skiptanlegir karbítbitar í klippum.
- Gat á handfangi tangar til að hengja við línu eða aðra festingu.
- Hulstur og gormasnúra ásamt lyklahring fylgir.
- BearHand Control™ grip
- Vel lagað að fingrum
- Passlegt afstaða kjafts við handföng þannig að hendi notandans skyggir ekki á verkefnið sem verið er að vinna í.
- Passlegt bil á milli handfanga fyrir hámarks átak.
- Fjaðuropnun
Þegar talað er um veiðibúnað þá eru tangir ekki nýjar af nálinni. Það eru engin ný vísindi að gott geti verið að hafa netta töng með sér til að taka á hlutum við þröngar aðstæður. Þegar Gerber hóf að hanna áhöld til notkunar við fiskveiðar, þá horfðu þeir nýjum augum á hönnun tangar fyrir veiðimenn. Þeir sáu mestan möguleikann á að auka not veiðimannsins með því að hanna lögun tangarinnar á þann veg að hún væri þæginlegt og að skilaði sem allra mestu afli notandans.
Bearhand Control™ er hönnun á handfangi sem hugar sem best að því að . Fyrst og fremst er bil á milli handfanga þannig að hámarksafl handarinnar nýtist best þegar kjaftar liggja saman. Lögun handfanga er þannig að sem best grip fæst og handfangið hannað þannig að notandinn hafi sem besta sýn á verkefnið sem verið er að vinna að.
Töngin er gerð úr fljótandi áli sem er sprautað inn í mót sem er hannað eftir nýstárlegri hugsun og gefur tönginni þæginlegt handtak en jafnframt geysimikinn styrk. Þæginlegt er að nota töngina þar sem hún er með fjaðuropnun, en það er líka einfalt að loka henni og læsa í þeirri stöðu með einni færslu með þumalfingri. Vel fer um töngina í hulstrinu sem fylgir en því fylgir einnig gormasnúra og lyklahringur til að töngin sé alltaf við hendina og tapist ekki.
Það skiptir ekki máli hvort þú stendur á árbakka, út í miðri á eða siglir um á kajak, Magniplier töngin er góður ferðafélagi. Fullkomið áhald til að hafa við höndina þegar þú stundar flugu- spún- eða maðkaveiði.
Áhöldin frá Gerber eru gerð til að endast alla ævi. Til að viðhalda endingartíma þá skaltu hreinsa Magniplier töngina með fersku vatni og þurrka með hreinni tusku eða handklæði. Berðu reglulega olíu á liðamót og hreyfanlega hluti.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1026538 | Magniplier – töng og klippur | 013658153578 | 6 |