Lýsing
Arfaskafa – Solid vörulínan
- Frábært áhald til að skafa illgresi og arfa ofan af beðum, en líka oft notað til annarra verka s.s. að skafa flórbita í fjósum svo eitthvað sé nefnt.
- Lakkað tréskaft
- Haus úr stáli
- 16,5 mm blað sem hægt er að skipta út ef þarf.
Tilheyrir Solid garðverkfæralínu Fiskars, en þar er að finna fjöldann allan af fjölhæfum verkfærum fyrir garðvinnuna. Solid línan er ódýrust af vörulínum Fiskars í garðverkfærum og þessi verkfæri eru frekar miðuð við hefðbundna notkun við heimili, frekar en til atvinnumanna í garðyrkju.
Solid garðverkfærin með löngu skafti eru að ganga í gengum uppfærsluskeið þar sem notuður er ennþá betri efniviður og núna eru trésköft lökkuð til að þau endist betur en áður voru þau ólökkuð til að lækka framleiðslukostnað.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Þyngd | Lengd | Breidd | Fj. í pk. |
---|---|---|---|---|---|---|
ZL-1011613 | Arfaskafa Solid 165mm – NÝ | 7317797018006 | 770 g | 1685 mm | 16,5 cm | 6 |