Lýsing
Sveigjanlegur og nákvæmur 10″ flökunarhnífur sem þolir saltvatn vel
Controller SALT flökunarhnífurinn er hannaður til að skera nákvæmlega en þó á mjúkan hátt með sveigjanlegu blaði sem hentar mjög vel við flökun á fiski. Þæginlega HydroTread Grip™ handfangið með GuideFins™ stýringum fyrir þumalfingurinn gefur notandanum fullkomið vald yfir hnífnum.
-
- Efni blaðs: 9Cr18MoV
- Efni handfangs: Trefjastyrkt nælon og TPE plast/gúmmíblanda
- Fín egg, sveigjanlegt blað
- Ryðfrítt blað með spegilsléttri áferð
- Þægilegt HydroTread Grip™
- Gat til að hengja í snúru
- Gríðarsterkt plasthulstur með loftunargötum, beltaklemmu og lykkju fyrir belti ásamt demantsbrýni.
- Blað úr ryðfrítt 9Cr18MoV stál með spegilsléttu yfirborði unnið með Salt Rx™ aðferð til að þola enn betur tæringarmátt saltvatns
- 10″ langt sveigjanlegt blað með sléttri egg
- GuideFins™ stýringar fyrir þumalfingur
- Handfang mótað fyrir fingur fyrir betra grip
- HydroTread Grip™ handfang ú trefjastyrktu næloni og með gripflötum úr TPE plast-/gúmmíblöndu
- Snúrugat
- Blaðstálið nær alla leið í gegnum handfangið
- Hulstur úr harðplast sem auðvelt er að þrífa
- Demantsbrýni áfast hulstri
- Loftraufar á hulstri svo hnífur þorni fljótt eftir notkun
Gerber fékk álit margra öflugra veiðimanna og út frá þeim var Controller SALT flökunarhnífurinn hannaður. Sama hvar menn veiddu eða hvaða tegund var verið að veiða, þá voru allir sammála að góður flökunarhnífur getur skipt sköpum við að stytta tíma og minnka sóðaskap af flökun eða slægingu. Það skiptir engu máli hvað er verið að veiða úr sjó, ám eða vötnum, alltaf er gott að hafa Controller SALT flökunarhnífinn með í för.
Það skiptir mestu máli að hvaða gæðum efni blaðsins er. Í Controller SALT er nota 9Cr stál sem er þekkt fyrir endingu, þol gegn ryði og tæringu og hversu vel það heldur egginni beittri. Að auki er það unnið með Salt Rx einkaleyfisvörðu aðferðinni fyrir enn betri vörn gegn tæringarmætti saltvatns. Blaðið er slípað þar til það verður spegilslétt til að auðvelt sé að halda því hreinu. Til að gera notkun hnífsins örygga og trausta þá liggur stál blaðsins alveg í gengum handfangið.
Það getur verið erfitt að ná góðu staki á blautum og slorugum fiski. En það sama á ekki að þurfa að segja um hnífinn sem þú notar við flökun eða slægingu. HydroTread Grip™ handfangið er lagað að hendi svo þægilegt sé að halda um það. Á handfanginu erum stamir gripfletir úr TPE plast-/gúmmíblöndu. Og ofan á handfangi fremst eru GuideFins™ stýringar til að láta þumalinn hvíla á og stjórna því hvernig hnífnum er beitt við flökun.
Einn af nauðsynlegum hlutum fyrir flökunarhnífinn er gott hulstur. Nýstárlegt hulstur Controller SALT flökunarhnífsins ver hnífinn fyrir hnjaski þegar hann er ekki í notkun. Á hulstrinu sem eru úr gríðarsterku harðplasti eru öndunarop sem hnífur og hulstur þorni fljótt eftir notkun. Nokkrir möguleikar eru til að festa hulstur við notanda eða þar sem handhægt er að ná til hnífsins. Á hulstrinu er demantsbrýni sem þægilegt er að nota þegar þar að skerpa egg hnífsins.
Áhöldin frá Gerber eru gerð til að endast alla ævi. Til að viðhalda endingartíma þá skaltu hreinsa Controller SALT með fersku vatni og þurrka með hreinni tusku eða handklæði. Berðu reglulega olíu á liðamót og hreyfanlega hluti.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1028479 | Controller 10″ SALT – flökunarhnífur | 013658156197 | 6 |