Lýsing
Frábær hnífur fyrir björgunaraðila
Ákaflega fjölhæfur og einfaldur í notkun, og gerður til að fást við hið daglega líf. Með sterku skefti úr pólýkarbónat með stömum SoftGrip innleggjum tryggir gott grip og auðveldar notkun. Eins og nafnið gefur til kynna þá er mjög auðvelt að opna hnífinn.
- Heildarlengd: 200 mm
- Lengd blaðs: 89 mm
- Lengd lokaður: 114 mm
- Þyngd: 173 gr.
- Efni blaðs: Ryðfrítt karbónblandað stál
- Egg blaðs: Tennt
- Lögun blaðs: Clip point
- Læsing: Ofan á skefti
- Efni skeftis: Örtrefjafyllt nælon með sömum SoftGrip flötum
- Auðveld einnarhandaropnun
- NSN: 5110-01-516-3237
- Lífstíðarábyrgð
- Framleiddur í USA
Hluti af því sem hægt er að tengja Gerber nafnið við er mikill fjöldi af hnífum fyrir sérstaka notkun. E-Z Out Rescue vasahnífurinn er skýrt dæmi um slíkt. Hann er hannaður fyrir aðstæður þar sem þarf að skera án þess að eiga í hættu á að stinga í eða sprengja viðkvæmt yfirborð, s.s. mannshúð. Rúnnaður oddur blaðsins skemmir ekki eða meiðir. Tennt egg blaðsins sker hins vegar frábærlega í gegnum margskonar efni. Tennt egg er margfalt betri þegar verið er t.d. að skera í gegnum reipi, fatnað eða öryggisbelti. Áberandi gult skeftið er framleitt úr níðsterkri örtrefjaplastblöndu. Stömu svörtu gripinnleggin í skeftinu eru úr kraton-blöndum sem gefur skeftinu einstakt grip.
Vörunúmer | Vöruheiti | Strikamerki | Fj. í pk. |
---|---|---|---|
GE-1015537 | EZ Out Rescue – gulur | 013658157422 | 3 |